Landslið
UEFA EM U17 kvenna

EM U17 kvenna - Ísland mætir Spánverjum kl. 12:00

Leikurinn í beinni útsendingu á Eurosport

28.7.2011

Það er komið að langþráðum degi því í dag kl. 12:00 mætast Ísland og Spánn í undanúrslitum úrslitakeppni EM U17 kvenna sem fram fer í Nyon í Sviss.  Leikurinn verður í beinni útsendingu, eins og allir leikir keppninnar, á íþróttastöðinni Eurosport sem margir Íslendingar hafa aðgang að.  Siðari undanúrslitaleikurinn er á milli Frakka og Þjóðverja og hefst hann kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Það er mikil tilhlökkun í hópnum að takast á við þetta stóra verkefni og hefur Þorlákur Árnason tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Markvörður: Arna Lind Kristinsdóttir

Hægri bakvörður: Anna María Baldursdóttir

Vinstri bakvörður: Guðrún Arnardóttir

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Írunn Þorbjörg Aradóttir

Tengiliðir: Sigríður Lára Garðarsdóttir, Lára Kristín Pedersen og Hildur Antonsdóttir

Framherjar: Telma Þrastardóttir, Aldís Kara Lúðvíksdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir

Sigurvegarar leikja dagsins mætast svo í úrslitaleik næstkomandi sunnudag en fyrir þann leik, leika taplið dagsins um þriðja sætið.

Andstæðingar Íslendinga í dag, Spánverjar, eru núverandi handhafar titilsins eftir að hafa lagt Íra í úrslitaleik á síðasta ári með fjórum mörkum gegn einu.  Árið áður höfðu Spánverjar einnig komist í úrslitaleikinn en lágu þá gegn Þjóðverjum, 7 - 0. 

Þetta er í fjórða skiptið sem úrslitakeppni EM U17 kvenna er haldin og hefur hún frá byrjun verið skipuð fjórum þjóðum og haldin í Nyon.  Þjóðverjar unnu 2 fyrstu árin en Spánverjar, eins og áður sagði, á síðasta ári.

Nú er að senda góða strauma til stelpnanna, hörkurviðureign gegn Spánverjum framundan.

ÁFRAM ÍSLAND!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög