Landslið
Undirbúningshópur U17 kvenna fyrir úrslitakeppni EM

U17 kvenna - Hópurinn heldur utan í kvöld

Leikið við Spánverja í undanúrslitum EM 28. júlí

25.7.2011

Stelpurnar í U17 halda til Sviss í kvöld en framundan er úrslitakeppni EM sem fram fer í Nyon.  Aðeins fjórar þjóðir komast í þessa úrslitakeppni og leikur Ísland gegn núverandi handhöfum titilsins, Spánverjum, fimmtudaginn 28. júlí.  Í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Þýskaland og Frakkland.  Úrslitaleikurinn og leikurinn um þriðja sætið fara svo fram, sunnudaginn 31. júlí.

Stelpurnar æfa í dag og eru fjölmiðlar boðnir velkomnir á æfinguna sem hefst kl. 10:45 á æfingasvæði Vals.  Hópurinn heldur svo utan í kvöld og hefja undirbúning fyrir Spánarleikinn.

Nánari upplýsingar um hópinn og mótið má finna hér.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög