Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Sigur á Svíþjóðarmótinu þrátt fyrir tap gegn Noregi

Íslendingar urðu í efsta sæti á fjögurra þjóða móti

23.7.2011

Strákarnir í U19 léku í dag gegn Norðmönnum í lokaleik sínum á Svíþjóðarmótinu.  Norðmenn fóru með 2 - 1 sigur í leiknum en Íslendingar fóru engu að síður með sigur af hólmi á þessu móti.

Leikurinn í dag var leikinn í skugga hörmulegra atburða í Osló og léku öll fjögur liðin á mótinu í dag með sorgarbönd sem og að mínútu þögn var fyrir báða leiki dagsins.

Staðan í leikhléi var markalaus en eftir fimm mínútna leik komust Norðmenn yfir en Árni Vilhjálmsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar.  Sigurmark Norðmanna kom svo þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum og þrátt fyriri ágætar tilraunir tókst íslenska liðinu ekki að jafna.

Engu að síður þá voru það íslensku strákarnir sem fóru með sigur af hólmi á mótinu, hlutu sex stig líkt og gestgjafar Svía.  Svíar unnu Wales í dag, 7 - 2, en markatala íslenska liðsins var betri í heildina og bikarinn því þeirra.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög