Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Stórsigur í fyrsta leik á Svíþjóðarmótinu

Lögðu Wales með fimm mörkum gegn einu

19.7.2011

Strákarnir í U19 byrjuðu Svíþjóðarmótið með glans en þeir lögðu Walesverja örugglega í dag.  Lokatölur urður 5 - 1 fyrir Íslands eftir að staðan í leikhléi var 2 - 1.  Næsti leikur Íslands á mótinu er á fimmtudaginn þegar leikið verður við heimamenn í Svíþjóð.

Þeir Árni Vilhjálmsson og Oliver Sigurjónsson skoruðu mörk Íslands í fyrri hálfleiknum og komu þau á 30. og 34. mínútu.  Íslenska liðið gerði svo út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik.  Arnar Aðalgeirsson hóf skothríðina á 53. mínútu og þeir Hjörtur Hermannsson og Hafþór Mar Aðalgeirsson bættu við mörkum með mínútu millibili, á 55. og 56. mínútu. 

Eftir það náður Walesverjar að halda í horfinu en okkar strákar fögnuðu öruggum sigri í leikslok.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög