Landslið
Undirbúningshópur U17 kvenna fyrir úrslitakeppni EM

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir úrslitakeppni EM

Leikið við Spánverja í undanúrslitum

11.7.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U17 kvenna í Sviss.  Þessi úrslitakeppni fjögurra þjóða stendur frá 28. - 31. júlí og leikur Ísland gegn Spáni í undanúrslitum, fimmtudaginn 28. júlí, en Spánverjar eru núverandi handhafar þessa titils.  Í hinum undanúrslitaleiknum leika Þjóðverjar og Frakkar.

SIgurvegarar undanúrslitaleikjanna leika svo til úrslita, sunnudaginn 31. júlí, en tapliðin etja kappi í leik um 3. sætið sama dag.  Úrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu á íþróttastöðinni Eurosport.  Allir leikir keppninnar fara fram á Colovray í Nyon sem er skammt frá höfuðstöðvum UEFA.

Þorlákur velur 18 leikmenn tl fararinnar og þar af eru tveir nýliðar.

Hópurinn

Undirbúningshópur U17 kvenna fyrir úrslitakeppni EM


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög