Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á NM U17 kvenna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Magnaður seinni hálfleikur

Lögðu Svía í leik um 5. sætið

9.7.2011

Íslensku stelpurnar luku keppni á Norðurlandamóti stúlkna með stæl í dag þegar þær lögðu Svía með fimm mörkum gegn þremur.  Staðan í leikhléi var 3 - 1 fyrir Svía í leikhléi og þær leiddu 3 - 0 eftir 30 mínútna leik.

Byrjunin var íslenska liðinu erfið og sænska liðið komst yfir strax á 3. mínútu og höfðu bætt við tveimur mörkum til viðbótar þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum.  Þá vaknaði íslenska liðið og Elín Metta Jensen skoraði fyrsta mark liðsins á 33. mínútu.  Þannig var staðan í leikhléi en það má segja að íslensku stelpurnar hafi komið í seinni hálfleikinn af fítonskrafti. 

Telma Þrastardóttir skoraði strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiksins og íslenska liðið tók öll völd.  Elín Metta jafnaði metin stuttu síðar.  Aðeins liðu nokkrar mínútur og þá hafði Elín Metta komið íslenska liðinu yfir.  Þá voru liðnar 13 mínútur af síðari hálfleik og leikurinn hafði algjörlega snúist við.  Elin Metta gulltryggði svo sigur Íslands þegar fimm mínútur lifðu leiks með fimmta marki Íslands og sínu fjórða.  Stórkostlegur síðari hálfleikur hjá stelpunum og þær fögnuðu fræknum sigri í leikslok.

Fimmta sætið á þessu sterka móti er hreint prýðilegur árangur.  Liðið tapaði einungis einum leik gegn Frökkum, þar sem íslenska liðið leiddi í leikhléi, en franska liðið lagði Holland í úrslitaleik.  Norðmenn unnu Dani í leik um þriðja sætið og Þjóðverjar lögðu Finna í leik um sjöunda sætið.  Öll liðin í riðli Íslands unnu því leiki sína um sæti á þessu Norðurlandamóti í Finnlandi.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög