Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á NM stúlkna í Finnlandi 2011

Norðurlandamót stúlkna - Jafnt gegn Norðmönnum

Leikið um 5. sæti á laugardaginn

7.7.2011

Ísland lék lokaleik sinn í riðlinum á Norðurlandamóti stúlkna sem fram fer í Finnlandi.  Leikið var gegn Norðmönnum og lyktaði leiknum með jafntefli, 1 - 1 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Hildur Antonsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland á 35. mínútu.

Í hinum leik riðilsins þá gerðu Þýskaland og Frakkland einnig 1 - 1 jafntefli og þýðir það að Ísland mun leika um 5. sætið á mótinu.  Leikið verður um sæti á laugardaginn og kemur í ljós síðar í dag hverjir mótherjar Íslands verða í þeim leik.

Leikskýrsla


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög