Landslið
Byrjunarliðið gegn Frökkum á Norðurlandamóti stúlkna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Byrjunarliðið gegn Noregi

Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma

7.7.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands er mætir Noregi á Norðurlandamóti stúlkna sem fram fer í Finnlandi.  Þetta er síðasti leikur Íslands í riðlinum og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Byrjunarliðið er þannig skipað:

Markmaður: Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir

Hægri bakvörður: Sandra María Jessen

Vinstri bakvörður: Guðrún Arnardóttir

Miðverðir:  Ingunn Haraldsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir

Tengiliðir: Berglind Rós Ágústsdóttir, Rakel Ýr Einarsdóttir og Hildur Antonsdóttir

Hægri kantur: Telma Þrastardóttir

Vinstri kantur: Lára Einarsdóttir 

Framherji: Elín Metta Jensen

Ísland er með 1 stig að loknum tveimur leikjum, eftir jafntefli gegn Þýskalandi og tap gegn Frökkum.  Norðmenn hafa 4 stig eftir sigur gegn Þjóðverjum og jafntefli gegn Frökkum.

Fylgst verður með leiknum á Facebooksíðu KSÍ

Það var ekki leikið í gær en tíminn notaður fyrir æfingar og meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara og lækni.  Átti það við bæði um leikmenn og aðra en hér að neðan má sjá landsliðsþjálfarann í lagfæringu.

Þorlákur þjálfari í meðferð hjá Sólveigu sjúkraþjálfara

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög