Landslið
Knattspyrnusamband Íslands

Norðurlandamót stúlkna - Leikið gegn Þjóðverjum í dag

Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma

4.7.2011

Norðurlandamót stúlkna hefst í dag í Finnlandi og mætir íslenska liðið því þýska í fyrsta leik sínum.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður leikið á Äänekoski vellinum í Jyväskylä.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Markvörður: Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir
Hægri bakvörður: Heiða Ragney Viðarsdóttir
Vinstri bakvörður: Ella Dís Thorarensen
Miðverðir: Guðrún Arnardóttir og Glódís Perla Viggósdóttir
Tengiliðir: Sandra María Jessen, Rakel Ýr Einarsdóttir og Hildur Antonsdóttir
Hægri kantur: Telma Þrastardóttir
Vinstri kantur: Lára Einarsdóttir
Framherji: Elín Metta Jensen
 
Aðrar þjóðir sem eru í riðli með Ísland og Þýskalandi eru Frakkland og Noregur.
 

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög