Landslið
UEFA EM U21 karla

Kolbeinn í stjörnuliði úrslitakeppni EM U21

Sjö leikmenn frá Evrópumeisturum Spánverja

29.6.2011

Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er í stjörnuliði úrslitakeppni EM U21 karla en sérstakt tæknlið UEFA valdi leikmenn í þetta lið.  Flestir leikmenn koma frá Evrópumeisturum Spánverja en þeir eiga sjö fulltrúa af 23 leikmönnum í þessu stjörnuliði UEFA.

Allar þátttökuþjóðirnar átta eiga fulltrúa í liðinu en Ísland, Hvíta Rússland og Úkraína eiga þar einn fulltrúa.  Eins og áður sagði eru sjö leikmenn frá Spáni í liðinu, silfurlið Sviss á fimm leikmenn og Tékkar eiga þrjá.  Englendingar eru einnig með þrjá fulltrúa og gestgjafar Dana eru með tvo.

Stjörnulið UEFA


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög