Landslið
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Sigur á Svíum og fullt hús

Frábær árangur kórónaður með sigri í síðasta leiknum

14.4.2011

Stelpurnar í U17 létu það ekki hafa nein áhrif á sig þó svo að sæti í úrslitakeppni EM væri tryggt fyrir síðasta leik sinn í milliriðlinum.  Svíar voru lagðir í dag með fjórum mörkum gegn einu og luku því stelpurnar keppni í þessum riðli með fullt hús og markatöluna 8 - 1.

Íslenska liðið komst yfir með marki Sigríðar Láru Garðarsdóttur á 14. mínútu en Svíar jöfnuðu á þeirri 33. og var það eina markið sem Ísland fékk á sig í milliriðlinum.  Guðmunda Brynja Óladóttir kom svo stelpunum yfir að nýju aðeins tveimur mínútum eftir jöfnunarmarkið og þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja leikhléi.

Mörkin urðu tvö í síðari hálfleiknum og skoraði Aldís Kara Lúðvíksdóttir þau bæði, það fyrra á 78. mínútu en það síðara í uppbótartíma.

Í hinum leik riðilsins lögðu heimastúlkur í Póllandi, stöllur sínar frá Englandi 2 - 1.

Frábær árangur hjá stelpunum, fullt hús stiga í erfiðum milliriðli og sæti í undanúrslitum EM staðreynd.  Úrslitakeppnin fer fram í Nyon í Sviss, dagana 28. - 31. júli og mun íslenska liðið mæta núverandi Evrópumeisturum Spánverja í undanúrslitum.  Í hinum leiknum leika Frakkar gegn sigurvegara úr riðli sem leikinn verður síðar í mánuðinum.  Þar leika: Danmörk, Rússland, Finnland og Þýskaland og verður riðillinn leikinn í Danmörku.

Glæsilegur árangur hjá glæsilegurm hópi - Til hamingju Ísland!

Minnt er á Facebooksíðu KSÍ en fararstjórnin er dugleg að skella inn fréttum, myndum og myndböndum frá Póllandi.

Leikskýrsla

Lokastaða riðilsins

Umfjöllun um keppnina á UEFA.com


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög