Landslið
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Póllandi

Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma

11.4.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Pólverjum í dag í milliriðli EM.  Riðillinn er leikinn í Póllandi en þessar þjóðir höfðu báðar sigur í fyrstu leikjum sínum.  Ísland lagði England, 2 - 0 á meðan heimastúlkur lögðu Svía, 3 - 1.  Það má því búast við hörkuleik í dag sem hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Arna Lind Kristinsdóttir

Hægri bakvörður: Anna María Baldursdóttir

Vinstri bakvörður: Svava Tara Ólafsdóttir

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Írunn Aradóttir

Tengiliðir: Lára Kristín Pedersen og Rakel Ýr Einarsdóttir

Hægri kantur: Lára Einarsdóttir 

Vinstri kantur: Hildur Antonsdóttir

Framherjar: Aldís Kara Lúðvíksdóttir og Elín Metta Jenssen  

Minnt er á textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA en hana má nálgast hér.

Hægt er að finna fjöldann allan af myndum og fréttum af liðinu á Facebooksíðu KSÍ en þar er m.a. að finna myndband þar sem liðsstjórnin sýnir hvað í þeim býr.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög