Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U17 kvenna - Enskar engin fyrirstaða

Sigur í fyrsta leik í milliriðlinum hjá U17 kvenna

9.4.2011

Stelpurnar í U17 hófu keppni í milliriðli EM á besta mögulegan máta en þær mættu stöllum sínum frá Englandi í dag.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslandi í vil eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.

Það voru þær Guðmunda Brynja Óladóttir og Elín Metta Jensen sem skoruðu mörk Íslands í leiknum en þær komu báðar inná sem varamenn.  Mark Guðmundu kom eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik en mark Elínar þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Gríðarlega mikilvægt að byrja vel því einungis eitt lið fer í úrslitakeppnina úr riðlinum en hann er leikinn í Póllandi.  Keppnin er hörð en hin liðin í riðlinum eru Svíþjóð og Pólland.  Þessar þjóðir mættust einnig í dag og voru það heimastúlkur sem höfðu 3 - 1 sigur.

Ísland mætir Póllandi á mánudaginn og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Hægt er að sjá myndir og fá fréttir af liðinu á Facebooksíðu KSÍ.

Leikskýrslan

Staðan í riðlinum


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög