Landslið
Heiðar Helguson skallar og skorar (Sportmyndir)

Ísland mætir Danmörku - Miðasala hafin

Karlalandslið þjóðanna leika í undankeppni EM 4. júní á Laugardalsvelli

6.4.2011

Ísland mætir Danmörku á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2012 laugardaginn 4. júní kl. 18:45.  Íslenska liðinu hefur reynst erfitt að hala inn stigum í þessum sterka riðli, en liðinu hefur þó vaxið ásmegin. Ísland var afar óheppið að tapa gegn Dönum á Parken í fyrri leik liðanna, en þá skoruðu þeir dönsku eina mark leiksins í uppbótartíma.

Okkar piltar vilja eflaust ólmir hefna þess taps og vinna jafnframt fyrsta sigur Íslands á Dönum í A-landsliðum karla.  Þessar þjóðir hafa mæst 21 sinni í gegnum tíðina og hafa Danir unnið 17 þeirra og 4 leikjum hefur lokið með jafntefli.  Fyrsti A landsleikur Íslands var einmitt gegn Dönum, en þá var leikið á Melavellinum og unnu Danir 3-0 sigur.

Miðasala er hafin og fer hún, sem fyrr, fram á www.midi.is.

Hólf á Laugardalsvelli

Miðaverð (í forsölu til og með 3. júní)
Rautt Svæði, 5.000 kr (4.500 í forsölu)
Blátt Svæði, 3.500 kr (3.000 í forsölu)
Grænt Svæði, 2.000 kr (1.500 í forsölu)

ATH 50% afsláttur er fyrir börn, 16 ára og yngri. (afsláttur reiknaður frá fullu verði)

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög