Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í milliriðli U19 kvenna í Wales.

U19 kvenna - Góður sigur á Wales

Leikið gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn

2.4.2011

Stelpurnar í U19 unnu í dag góðan sigur á Wales í milliriðli EM en leikið er einmitt í Wales.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslandi í vil og voru það Sóley Guðmundsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir sem skoruðu mörkin, sitt í hvorum hálfleiknum.

Þetta var annar leikur liðsins í riðlinum en Ísland tapaði gegn Tyrkjum í fyrsta leiknum.  Í hinum leik riðilsins í dag, lögðu Þjóðverjar Tyrki 2 - 0.  Ísland mætir Þýskalandi í lokaleiknum á þriðjudaginn.

Efsta lið riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni en Þjóðverjar eru nú í efsta sæti riðilsins með fjögur stig, Ísland og Tyrkland hafa þrjú stig og heimastúlkur í Wales eru með eitt stig.  Ljóst er að leggja þarf Þjóðverja að velli í lokaleiknum til þess að eiga möguleika á efsta sæti riðilsins.

RIðill Íslands

Umfjöllun um keppnina á uefa.com


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög