Landslið
Guðni Bergsson skorar á móti Ungverjum 1995

Vináttulandsleikur gegn Ungverjum 10. ágúst

10. landsleikur þjóðanna hjá A landsliðum karla

1.4.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Ungverjalands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 10. ágúst.  Leikið verður í Ungverjalandi en í samkomulaginu er kveðið á um að þjóðirnar leiki svo á Laugardalsvelli á næsta eða þarnæsta ári.

Þetta verður 10 landsleikur þjóðanna en Ungverjar hafa haft betur í sex leikjum en Ísland í þremur.  Síðast áttust þjóðirnar við í undankeppni fyrir HM 2006 og var leikið á Laugardalsvelli.  Ungverjar höfðu betur í hörkuleik, 2 - 3.  Ungverjar eru í 36. sæti á styrkleikalista FIFA um þessar mundir.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög