Landslið
Merki FIFA

HM 2018 í Rússlandi og HM 2022 í Katar

Ákvörðunin var tilkynnt hjá FIFA í dag

2.12.2010

Í dag var tilkynnt í höfuðstöðvum FIFA hvaða þjóðir halda úrslitakeppnir HM árin 2018 og 2022.  Það kom í hlut Rússlands að halda úrslitakeppnina 2018 en það kom í hlut Katar að halda keppnina 2022.  Næsta úrslitakeppni HM verður í Brasilíu 2014.

Þjóðirnar sem kepptust um að fá hlutverk gestgjafa héldu kynningar í gær og í dag.  Eftir þær kom svo framkvæmdastjórn FIFA saman og greiddi atkvæði.  Það var svo forseti FIFA, Sepp Blatter, sem tilkynnti um þá er hrepptu hnossið.  Mátti greina tár jafnt gleði sem sorgar í salnum eftir tilkynninguna.

Þjóðirnar sem sóttu um að halda úrslitakeppni HM 2018 voru: Holland/Belgía, Spánn/Portúgal, England og Rússland.

Þjóðirnar sem sóttu um að halda úrslitakeppni HM 2022 voru: Ástralía, Suður Kórea, Bandaríkin, Japan og Katar.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög