Landslið
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Tyrki í dag

Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt

25.10.2010

Strákarnir í U19 leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Tyrkjum.  Riðillinn er leikinn í Wales og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Íslenska liðið þarf á sigri að halda til þess að tryggja sér sæti í milliriðlum keppninnar.

Kristinn R. Jónsson hefur gert eina breytingu á byrjunarliði sínu frá því í tveimur fyrstu leikjunum.  Tómas Guðmundsson kemur í stöðu hægri bakvarðar.

Markvörður: Árni Freyr Ásgeirsson

Hægri bakvörður: Tómas Guðmundsson

Vinstri bakvörður: Sigurður Egill Lárusson

Miðverðir: Hörður Björgvin Magnússon og Brynjar Gauti Guðjónsson, fyrirliði

Tengiliðir: Hilmar Árni Halldórsson, Andri Rafn Yeoman og Kristján Gauti Emilsson

Hægri kantur: Jón Daði Böðvarsson

Vinstri kantur: Guðmundur Þórarinsson

Framherji: Ólafur Karl Finsen

Ísland vann Kasakstan í fyrsta leik sínum, 4 - 0 en tapaði gegn Wales í öðrum leiknum, 1 - 2.  Tyrkir lögðu Kasaka, 5 - 1 en gerðu jafntefli við Wales, 3 - 3.

Hægt er að fylgjast textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Staðan í riðlinum


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög