Landslið
Frá æfingu hjá U21 karla í Skotlandi

U21 karla - Æft á Easter Road í kvöld

Seinni umspilsleikurinn við Skota handan við hornið

10.10.2010

 

Strákarnir í U21 karlalandsliðinu eru nú staddir í Edinborg en á morgun leika þeir seinni leikinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM U21.  Leikurinn fer fram á morgun, mánudag, á Easter Road og hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma.  Fyrri leiknum lauk með 2 – 1 sigri Íslendinga.

Liðið kom til Edinborgar í gær, laugardag, og var haldið á æfingu fljótlega eftir komuna.  Æft var á velli Spartans við ágætis aðstæður.  Dagurinn í dag fór að mestu í hvíld og fundarhöld en æft verður á keppnisvellinum, Easter Road heimavelli Hibernian, í kvöld.

Vel fer um hópinn í Edinborg og er töluverður áhugi á leiknum en skoska knattspyrnusambandið vonast til að allt að 15.000 manns verði á leiknum annað kvöld.

Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög