Landslið
Úr leik Íslands og Þýskalands - Alfreð Finnbogason við það að skora

U21 karla - Ísland einu sinni unnið Skota

Skotar hafa haft betur í viðureignum þessara þjóða hjá U21 karla

1.10.2010

Eins og kunnugt er leika Íslendingar og Skotar tvo leiki í umspili um hvort liðið kemst í úrslitakeppni EM 2011.  Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október og sá síðari í Edinborg, mánudaginn 11. október.  Miðasala er í fullum gangi á leikinn hér á Laugardalsvelli.

Ef viðureignir þessara þjóða í aldursflokknum eru skoðaðar má sjá að Skotar hafa haft betur.  Í sex leikjum sem spilaðir hafa verið hafa Íslendingar unnið einu sinni, Skotar fjórum sinnum og einu sinni hafa þjóðirnar gert jafntefli.  Síðasti leikur var vináttulandsleikur í febrúar 2006 þegar Skotar unnu 4 - 0 á heimavelli.  Markatalan eftir þessa sex leiki eru sú að Skotar hafa skorað níu mörk gegn þremur Íslendinga.

Leikirnir eru:

1984  Skotland - Ísland  1 - 0

1985  Ísland - Skotland  2 - 0

1993  Skotland - Ísland  1 - 1

2002  Ísland - Skotland  0 - 2

2003  Skotland - Ísland  1 - 0

2006  Skotland - Ísland  4 - 0


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög