Landslið
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Góður sigur á Búlgaríu í fyrsta leik

Leikið gegn Ísrael á mánudaginn

11.9.2010

Stelpurnar í U19 byrjuðu undankeppni EM á góðu nótunum þegar þær lögðu Búlgaríu í dag.  Riðillinn er leikinn í Búlgaríu og voru heimastúlkur lagðar 2 - 0.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum, eitt í hvorum hálfleik.

Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Ísrael og fer hann fram á mánudaginn.  Ísrael beið lægri hlut gegn Úkraínu í hinum leik riðilsins með einu marki gegn tveimur.

Leikskýrsla


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög