Landslið
U21 landslið karla

U21 karla - Elfar Freyr og Guðmundur Reynir inn í hópinn

Jósef Kristinn og Hólmar Örn eiga við meiðsli að stríða

1.9.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur bætt við tveimur leikmönnum í hópinn fyrir leikinn gegn Tékkum sem fer fram þriðjudaginn 7. september.  Þeir Guðmundur Reynir Gunnarsson úr KR og Elfar Freyr Helgason úr Breiðabliki koma inn í hópinn.

Jósef Kristinn Jósefsson er meiddur og getur ekki verið með í leiknum.  Þá á Hólmar Örn Eyjólfsson við meiðsli að stríða og er óvíst með þátttöku hans í leiknum.  Hann mun engu að síður fara með liðinu út til Tékklands og fara því 19 leikmenn í ferðina að þessu sinni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög