Landslið
EURO 2012

Ingvar Kale valinn í landsliðshópinn

Kemur inn sem 22. maður og þriðji markvörðurinn

30.8.2010

Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, hefur verið kallaður inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Norðmönnum og Dönum í undankeppni EM 2012 og er hann 22. maðurinn í hópnum.  Fyrir eru markverðirnir Gunnleifur Gunnleifsson og Árni Gautur Arason. 

Ingvar er 27 ára gamall og hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í A-landsliðshópinn.

Tilkynnt hefur verið um eina breytingu á norska hópnum.  Per Ciljan Skjeldbred er meiddur og verður ekki með Norðmönnum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög