Landslið
Frá æfingu á Alagarve í febrúar 2010

Ísland mætir Eistlandi á morgun - Byrjunarliðið tilbúið

Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma

24.8.2010

Íslensku stelpurnar mæta stöllum sínum frá Eistlandi í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM 2011.  Ljóst er að annað sætið verður hlutskipti íslenska liðsins í riðlinum en stelpurnar engu að síður ákveðnar að ljúka keppni á sigurbraut.

Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið sitt og má sjá það hér að neðan.

Vel fer um hópinn í Eistlandi en þó hefur flensa verði að hrjá markvörðinn Guðbjörgu Gunnarsdóttur og er alls óvíst um þátttöku hennar í leiknum á morgun.  Liðið æfði á þokkalegum keppnisvellinum í dag og voru allar með á æfingunni að undanskildri Guðbjörgu og þá hvíldi fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir einnig en hún er til í slaginn á morgun.  Það rigndi hressilega á stelpurnar á meðan æfingunni stóð en búist við ágætis veðri á keppnisdegi.

Byrjunarliðið er eftirfarandi (4-2-3-1):

Markvörður: Sandra Sigurðardóttir

Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir

Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Sif Atladóttir

Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir

Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri kantur: Hallber Guðný Gísladóttir

Sóknartengiliður: Guðný Björk Óðinsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög