Landslið

Dregið í HM-riðla á föstudag

2.12.2003

Næstkomandi föstudag verður dregið í riðla í undankeppni HM 2006 í Þýskalandi. Drátturinn fer fram í Frankfurt og hefst hann rúmlega fjögur að íslenskum tíma. FIFA hefur enn ekki gefið út styrkleikaflokkana fyrir dráttinn en búist er við að sama reikningsaðferð verði notuð nú og í síðustu skipti þegar dregið hefur verið. Að því gefnu ætti Ísland að vera í 26. sæti af 51 Evrópuþjóð og því raðast í fjórða styrkleikaflokk þegar dregið verður. Riðlarnir nú verða átta í stað tíu riðla fyrir EM 2004 og níu riðla fyrir HM 2002 og því færist Ísland niður um flokk þrátt fyrir að vera í sama sæti nú og áður.

Væntanlegir styrkleikaflokkar


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög