Landslið
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Ísland - Króatía á þriðjudag kl. 20:00

Mætum öll og styðjum stelpurnar okkar

19.6.2010

Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu halda áfram sókn sinni að sæti í úrslitakeppni HM 2011, sem fram fer í Þýskalandi.  Á þriðjudag kl. 20:00 er mikilvægur heimaleikur á leiðinni að þeim áfanga - leikur gegn Króatíu á Laugardalsvellinum sem hefst kl. 20:00. 

Með 2-0 sigri á Norður-Írum var stigið mikilvægt skref í þessari baráttu og næsta skref er leikurinn við Króatíu.  Fjölmennum á völlinn og styðjum vel við bakið á stelpunum okkar.

Miðaverði er stillt í hóf, 1.000 krónur kostar fyrir 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Miðasala


Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög