Landslið

A kvenna - Vináttuleikur við Holland

17.12.2003

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna muni leika vináttulandsleik við Holland í Hollandi 15. maí 2004. Leikurinn er liður í undirbúningi Íslands fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2005, gegn Ungverjalandi á útivelli 29. maí og gegn Frakklandi á heimavelli 2. júní. Holland er í 15. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið, tveimur sætum ofar en Ísland.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög