Landslið
Hólmfríður Magnúsdóttir

Ísland tapaði 1-5 fyrir Svíþjóð

Slæmur kafli í seinni hálfleik

26.2.2010

A-landslið kvenna atti kappi við Svíþjóð í Algarve-mótinu í Portúgal í dag og var þetta annar leikur liðsins í mótinu.  Ísland var mun sterkara í fyrri hálfleik og hefði getað skorað 3-4 mörk miðað við færin sem liðið fékk, en allt kom fyrir ekki og leiddi íslenska liðið með einu marki í hálfleik.  Svíar byrjuðu af krafti í síðari hálfleik og skoruðu fljótlega tvö mörk, og slæmur kafli hjá íslenska liðinu um miðjan seinni hálfleikinn, þegar Svíar skoruðu þrjú mörk með stuttu millibili, gerði út um leikinn.

Bein textalýsing frá leiknum

Leikurinn hefst fjörlega.  Brotið var á Guðnýju Óðinsdóttur rétt utan sænska vítateigsins.  Skot Katrínar Ómarsdóttur hafnaði í veggnum og í kjölfarið kom hættuleg fyrirgjöf fyrir markið sem Svíar náðu að hreinsa burt.

Sænska liðið fékk dauðafæri á 4. mínútu, skalli af markteig, en Þóra Helgadóttir í markinu var liður sem köttur og varði glæsilega.  Stuttu síðar fékk Berglind Þorvaldsdóttir stungusendingu, en markvörður Svíanna náði knettinum á undan henni.

Mark!  1-0 fyrir Ísland á 16 mín!  Hómfríður Magnúsdóttir skoraði eftir eftir frábæra stungusendingu frá Berglindi.  Hólmfríður lék á varnarmann og markmanninn og renndi knettinum í netið.

Hálftími er liðinn af leiknum. Íslenska liðið hefur verið sterkari aðilinn og átt mörg hálffæri, en Svíar verið hætturlegir í föstum leikatriðum.

Hólmfríður Magnúsdóttir fékk dauðafæri vinstra megin í vítateignum á 37. mínútu, en sænski markvörðurinn varði vel.  Ísland hefur verið mun sterkari í þessum fyrri hálfleik og verðskuldar forystuna í leikhléi. 

Hálfleikur.

Ein breyting á íslenska liðinu í hálfleik.  Dóra María Lárusdóttir kemur inn á fyrir Guðnýju Björk Óðinsdóttur.  Guðný varð fyrri hnjaski snemma leiks.

Mark!  1-1 á 47. mín!  Svíarnir höfðu átt nokkur hættulegar horn í fyrri hálfleik og jöfnuðu leikinn eftir sína fyrstu hornspyrnu í seinni hálfleiknum með skoti úr teignum.

Rakel Loga átti gott skot að marki Svíanna, sem markvörðurinn varði vel.

Mark!  Svíar komnir yfir, 1-2 á 52. mín!  Sókn upp hægri kantinn, fyrirgjöf og sóknarmaður kláraði færi vel úr vítateignum.

Þrjú mörk Svía!  Skora á 64. mín, 69. mín og 72. mín, það síðasta úr vítaspyrnu.  Í milli tíðinni hafði Ísland átt nokkur skot sem markvörður Svíanna varði, skot frá Hólmfríði og Söru Björk.

Tvær skiptingar hjá Íslandi.  Sara Björk og Berglind fara út af og inn koma Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir.  Thelma er þarna að leika sinn fyrsta A-landsleik og Dagný sinn annan, en hún lék í fyrsta leiknum á Algarve í ár, gegn Bandaríkjunum. 

Hólmfríður Magnúsdóttir og Rakel Logadóttir hafa báðar átt hættuleg færi undir lok leiksins, en inn vill boltinn ekki.

Þrjár skiptingar hjá Íslandi.  Út koma Katrín Ómarsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Ólína Viðarsdóttir, en inn koma Dagný Brynjarsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir og Mist Edvardsdóttir.  Þetta er fyrsti A-landsleikur Mistar, og þar með hafa allir nýliðarnir í Algarve-hópnum komið við sögu.

Leik lokið.  5-1 fyrir Svíþjóð.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög