Landslið

U18 kvenna í 3. sæti

4.12.2000

U18 landslið kvenna lék síðasta leik sinn í milliriðli EM síðastliðinn föstudag, gegn Pólverjum. Íslenska liðið fór með sigur af hólmi, sigraði með einu marki gegn engu og var það Embla Grétarsdóttir sem skoraði markið. Sama dag gerðu Spánn og Holland 1-1 jafntefli og komust bæði lið þar með áfram í keppninni. Ísland lenti í 3. sæti milliriðilsins og komst því ekki áfram.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög