Landslið

Ísland í 50. sæti á styrkleikalista FIFA

20.12.2000

Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) gaf í dag út síðasta styrkleikalista sinn á þessu ári. Ísland er í 50. sæti á listanum og fellur um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Í lok ársins 1999 var Ísland í 43. sæti og hefur því fallið um sjö sæti á þessu ári. Brasilíumenn eru sem fyrr í efsta sætinu, Frakkar í öðru sæti, Argentína í því þriðja og Ítalía og Tékkland í 4.-5. sæti. Smellið hér að neðan til að skoða styrkleikalista FIFA nánar.

Styrkleikalisti FIFA á www.fifa.com


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög