Landslið

A karla til Lettlands

25.4.2004

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið þá 18 leikmenn sem leika gegn Lettum næsta miðvikudag. Þeir fjórir leikmenn sem detta út úr 22 hópnum sem upphaflega var valinn eru Eiður Smári Guðjohnsen, Heiðar Helguson, Hjálmar Jónsson og Veigar Páll Gunnarsson.

Heiðar og Veigar Páll eru meiddir og samkomulag varð milli þjálfaranna og Eiðs Smára að hann fengi frí frá þessum leik vegna þeirra mikilvægu leikja sem hann á fyrir höndum með félagsliði sínu.

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög