Landslið

Höfum mætt Lettum einu sinni áður

27.4.2004

Íslendingar og Lettar hafa aðeins einu sinni áður mæst í A-landsleik, en það var á Laugardalsvelli árið 1998. Íslendingar höfðu betur í þeim leik, 4-1, með mörkum frá Þórði Guðjónssyni (2), Ríkharði Daðasyni og Auðuni Helgasyni. Lið Letta er mun sterkara í dag og leikur eins og kunnugt er í úrslitakeppni EM 2004, sem fram fer í Portúgal í sumar. Leikurinn í Riga á miðvikudag hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög