Landslið

Byrjunarliðið gegn Lettlandi

28.4.2004

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttuleikinn gegn Lettum, sem fram fer í Riga í dag, miðvikudag, og hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma. Veðrið er gott í Riga, en búist er við að kalt verði þegar leikurinn fer fram, rétt yfir frostmarki.

Lið Íslands (3-5-2) *

Markvörður: Árni Gautur Arason.

Varnarmenn: Pétur Marteinsson, Ívar Ingimarsson og Hermann Hreiðarsson (fyrirliði).

Tengiliðir: Þórður Guðjónsson, Indriði Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson.

Framherjar: Tryggvi Guðmundsson og Marel Baldvinsson.

* Árni Gautur er í markinu, Pétur verður "sweeper" fyrir aftan Ívar og Hermann, Þórður og Indriði verða á köntunum, Ólafur Örn leikur á miðjunni fyrir aftan þá Arnar Þór og Arnar G., Tryggvi og Marel eru framherjar.

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög