Landslið

U19 karla - Byrjunarliðið

24.4.2003

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið byrjunarlið Íslands gegn Skotum, en liðin eigast við í vináttulandsleik kl. 18:00 í kvöld í Skotlandi. Sömu lið léku síðastliðinn þriðjudag og sigraði þá íslenska liðið með tveimur mörkum gegn einu (sjá umfjöllun neðar á síðunni).

Lið Íslands gegn Skotlandi (3-5-2)

Markvörður: Andreas Lúðvíksson.

Varnarmenn: Kristján Hauksson, Kári Ársælsson og Jón Guðbrandsson.

Tengiliðir: Gunnar Örn Jónsson, Eyjólfur Héðinsson (fyrirliði), Steinþór Þorsteinsson, Baldur Sigurðsson og Gunnar Þór Gunnarsson.

Framherjar: Hjálmar Þórarinsson og Ívar Björnsson.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög