Landslið
U17 landslið kvenna

Stelpurnar í U17 mæta Ítölum í dag

Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt

9.10.2008

Stelpurnar í U17 kvenna leika sinn annan leik sinn í dag í undankeppni EM en riðillinn er leikinn á Ítalíu.  Mótherjar Íslendinga í dag eru einmitt Ítalir og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Afmælisbarn dagsins Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Birna Berg Haraldsdóttir

Aðrir leikmenn: Katrín Ásbjörnsdóttir, Hanna María Jóhannsdóttir, Rebekka Sverrisdóttir, Silvía Rán Sigurðardóttir, Heiða Dröfn Antonsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Ásta Eir Árnadóttir, Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir og Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir.

Íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum gegn Frökkum naumlega með einu marki gegn engu en franska liðið skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.  Ítalir unnu hinsvegar Azera með þremur mörkum gegn einu í sömu umferð.

Riðillinn

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög