Landslið

A kvenna til Sardiníu

12.4.2002

A landslið kvenna leikur gegn Ítalíu í undankeppni HM 8. júní næstkomandi. Leikið verður í Arzachena á eynni Sardiníu og hefst leikurinn kl. 18:00 að staðartíma. Íslenska liðið leikur í afar sterkum riðli í undankeppninni og er afar tvísýnt um það hver lokastaðan verður, en efsta liðið fer beint í úrslitakeppni HM, 2. sætið gefur aukaleiki um sæti á HM, og liðið sem hafnar í neðsta sæti þarf að leika aukaleiki um fall í 2. styrkleikaflokk.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög