Landslið

Ísland í 56. sæti á FIFA-listanum

17.4.2002

A landslið karla er í 56. sæti á styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í dag, og fellur liðið um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Heims- og Evrópumeistarar Frakka eru sem fyrr í efsta sæti, en Brasilíumenn komast naumlega upp fyrir nágranna sína frá Argentínu í annað sætið. Meðal hástökkvara mánaðarins eru Japan og Finnland, sem fara upp um 5 sæti.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög