Landslið
Alll klárt fyrir leikinn gegn Wales

Byrjunarlið Íslands gegn Wales

Kristján Örn Sigurðsson verður fyrirliði

28.5.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Wales í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 19:35 og er hægt að fá miða í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og hér á heimasíðunni.  Miðasala hefst á Laugardalsvelli kl. 17:00 á leikdag.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Kjartan Sturluson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Vinstri bakvörður: Indriði Sigurðsson

Miðverðir: Kristján Örn Sigurðsson, fyrirliði og Atli Sveinn Þórarinsson

Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson

Sóknartengiliður: Pálmi Rafn Pálmason

Hægri kantur: Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson

Framherji: Stefán Þórðarson

Allt er nú að verða tilbúið fyrir leikinn og er búningastjórinn bjargfasti, Björn Ragnar Gunnarsson, með allt sitt á hreinu eins og meðfylgjandi mynd hans sínir. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög