Landslið
Heimir Einarsson

Heimir Einarsson inn í hópinn

Grétar Rafn og Bjarni Ólafur ekki með sökum meiðsla

28.5.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales í kvöld.  Heimir Einarsson úr ÍA kemur inn í hópinn í stað Grétars Rafn Steinssonar sem á við meiðsli að stríða og getur ekki leikið í kvöld.

Sömu sögu er að segja af Bjarna Ólafi Eiríkssyni sem getur ekki leikið í kvöld vegna meiðsla.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld og hefst kl. 19:35.

Mynd: www.kfia.is


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög