Landslið
Aron Einar Gunnarsson og Grétar Rafn Steinsson í afslöppun fyrir leikinn gegn Wales í maí 2008

Stund á milli stríða

Íslendingar mæta Wales í dag

28.5.2008

Karlalandslið Íslands undirbýr sig nú af kappi fyrir vináttulandsleik gegn Wales en leikið verður í kvöld kl. 19:35.  Æft var tvisvar mánudag og þriðjudag og þess á milli voru leikmenn í meðhöndlun sjúkraþjálfara og nuddara.

Hér á myndinni má sjá fyrrum liðsfélagana hjá AZ Alkmaar, Aron Einar Gunnarsson og Grétar Rafn Steinsson, í afslöppun á milli æfinga en myndina tók að sjálfsögðu hinn bjarteygði búningastjóri, Björn Ragnar Gunnarsson.

Aron Einar Gunnarsson og Grétar Rafn Steinsson í afslöppun fyrir leikinn gegn Wales í maí 2008


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög