Landslið
Helgi Valur Daníelsson og Ólafur Jóhannesson halda á æfingu fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales

Fyrsta æfingin körlunum var í morgun

Hópurinn æfði á Framvelli í morgun

26.5.2008

Landsliðshópurinn æfði í morgun á Framvelli og var þetta fyrsta æfingin síðan að hópurinn kom saman fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales á miðvikudaginn.  Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, stjórnaði æfingunni en Ólafur styðst við hækjur þessa dagana en hann gekkst undir aðgerð síðastliðinn föstudag vegna meiðsla á fæti.  Það var hinn leiftursnöggi búningastjóri, Björn Ragnar Gunnarsson, sem myndaði Ólaf skunda af æfingu í morgun

Hópurinn æfir aftur í dag og tvisvar sinnum á morgun en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 28. maí kl. 19:35.  Miðasala fer fram á midi.is og hér á heimasíðunni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög