Landslið
Knattspyrnusamband Íslands

Hóparnir gegn Serbíu og Wales tilbúnir

Viðtöl við landsliðsþjálfarana, Sigurð Ragnar Eyjólfsson og Ólaf Jóhannesson

21.5.2008

Þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna og Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynntu í dag á sameiginlegum blaðamannafundi hópa sína fyrir næstu verkefni.

Dagur Sveinn Dagbjartsson hitti landsliðsþjálfarana eftir fundinn í dag og heyrði hljóðið í þeim fyrir þessa leiki.

Viðtal við Ólaf

Viðtal við Sigurð Ragnar

Miðvikudaginn 28. maí verður mikill landsleikjadagur en þá verða bæði A landslið Íslands í eldlínnunni.  Kvennalandsliðið leikur ytra gegn Serbíu í undankeppni fyrir EM 2009.  Leikið verður í Kragujevac og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á RÚV og hefst kl. 15:00.

Karlalandsliðið leikur vináttulandsleik við Wales á Laugardalsvellinum síðar þennan sama dag eða kl. 19:35.  Þessi leikur er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni fyrir HM 2010 en fyrsta verkefni Íslands þar er leikur við Norðmenn ytra, þann 6. september næstkomandi.

Landsliðshópur kvenna

Dagskrá kvenna

Landsliðshópur karla


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög