Landslið
Merki_Wales

Landsliðshópur Wales tilkynntur

Vináttulandsleikur gegn Wales 28. maí á Laugardalsvelli

16.5.2008

John Toshack, landsliðsþjálfari Wales, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Íslandi og Hollandi.  Hann hefur tilkynnt 35 manna hóp og þar af eru sjö nýliðar.

Nánast allir leikmenn hópsins koma úr ensku deildarkeppninni og margir hverjir úr ensku úrvalsdeildinni.  Þá er hinn 17 ára Aaron Ramsey úr Cardiff í hópnum en hann er eftirsóttur af mörgum liðum á Englandi og hefur ekki leikið A landsleik áður.

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, mun tilkynna hóp sinn næstkomandi miðvikudag.

Miðvikudagurinn 28. maí verður mikill landsleikjadagur hjá Íslendingum því kvennalandsliðið verður einnig í eldlínunni þennan dag.  Þá sækir liðið Serba heima í riðlakeppni fyrir EM 2009 en þar er íslenska liðið í baráttunni um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Leikur Serbíu og Íslands hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma en landsleikur Íslands og Wales hefst kl. 19:35 á Laugardalsvelli.

Landsliðshópur Wales er þannig skipaður:

Wayne Hennessey (Wolverhampton W),

Boaz Myhill (Hull City),

Lewis Price (Ipswich Town),

Darcy Blake (Cardiff City),

Neal Eardley (Oldham Athletic),

Steve Evans (Wrexham),

Chris Gunter (Tottenham Hotspur),

Joe Jacobson (Bristol Rovers),

Craig Morgan (Peterborough United),

Lewin Nyatanga (Derby County),

Sam Ricketts (Hull City),

Ashley Williams (Stockport County),

Jack Collison (West Ham),

Andrew Crofts (Gillingham),

Arron Davies (Nottingham Forest),

Simon Davies (Fulham),

David Edwards (Wolverhampton W),

Carl Fletcher (Crystal Palace),

Mark Jones (Wrexham),

Owain Tudur Jones (Swansea City),

Jason Koumas (Wigan Athletic),

Joe Ledley (Cardiff City),

Paul Parry (Cardiff City),

Aaron Ramsey (Cardiff City),

Carl Robinson (Toronto FC),

Brian Stock (Doncaster Rovers),

David Vaughan (Real Sociedad),

Craig Bellamy (West Ham),

David Cotterill (Wigan Athletic),

Craig Davies (Oldham Athletic),

Jermaine Easter (Plymouth Argyle),

Freddy Eastwood (Wolverhampton W),

Ched Evans (Manchester City),

Daniel Nardiello (QPR),

Sam Vokes (AFC Bournemouth)

Lewin Nyatanga, hinn efnilegi leikmaður Derby County

 

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög