Landslið

U19 karla tapaði gegn Búlgaríu

Komast því ekki áfram í úrslitakeppnina

2.5.2008

Strákarnir í U19 karlalandsliðinu töpuðu gegn Búlgörum í lokaleik liðsins fyrir EM 2008 en leikið var í Noregi.  Lokatölur urðu 2-1 Búlgari í vil en Íslendingar þurftu sigur til þess að tryggja sig áfram í úrslitakeppnina.

Búlgarir komust yfir í fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik.  Baráttan var hörð í síðari hálfleik og seint í leiknum fékk Hólmar Örn Eyjólfsson að líta rauða spjaldið.  Búlgarir bættu svo við öðru marki í uppbótartíma en örstuttu síðar fengu Íslendingar vítaspyrnu sem að Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr og þar við sat.

Íslendingar höfnuðu í öðru sæti í riðlinum á eftir Búlgörum sem að tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Tékklandi í júlí.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög