Landslið
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008.  Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Jafnt gegn Finnum

1-1 niðurstaðan hjá stelpunum í Finnlandi

4.5.2008

Kvennalandsliðið gerði í dag jafntefli við Finna í vináttulandsleik er leikinn var í Espoo í Finnlandi.  Lokatölur urðu 1-1 og jöfnuðu Finnar leikinn í uppbótartíma.  Edda Garðarsdóttir skoraði mark Íslendinga með glæsilegu skoti.

Aðstæður voru allar hinar bestu í Finnlandi, um 25 stiga hiti og var leikurinn hinn fjörugasti.  Markalaust var í hálfleik þrátt fyrir ágætis tækifæri beggja liða.  Það var svo á 57. mínútu að Ísland komst yfir með glæsimarki.  Edda Garðarsdóttir fékk boltann fyrir utan teig og var ekkert að tvínóna við hlutina heldur lét vaða af 25 metra færi og hafnaði boltinn efst í fjærhorninu í finnska markinu.  Glæsilegt mark og kór Neskirkju, sem er í ferðalagi í Finnlandi og studdi íslenska liðið dyggilega í leiknum, fagnaði ákaft.

Liðin skiptust á að sækja eftir markið og var leikurinn hinn fjörugasti.  Það var svo í uppbótartíma að Finnar sóttu hart að marki Íslendinga og eftir að stelpurnar höfðu bjargað tvisvar á marklínu, komu Finnar boltanum í markið og jafntefli staðreynd.

Liðin leika annan vináttulandsleik á miðvikudaginn en leikirnir eru lokaundirbúningur fyrir leikina sem framundan eru í sumar í undankeppni fyrir EM 2009. 

Leikskýrsla 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög