Landslið
Byrjunarlið U19 kvenna í sigurleik gegn Írum í vináttulandsleik í mars 2008

Naumt tap hjá U19 kvenna gegn Englandi

Miklum baráttuleik lauk með eins marks sigri enska liðsins

29.4.2008

Íslenska U19 kvennalandsliðið lék síðasta leikinn í milliriðli fyrir EM 2008 í dag en riðillinn var leikinn í Belgíu.  Íslenska liðið tapaði naumlega gegn sterku ensku liði með einu marki gegn engu og kom sigurmark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok.

Hart var barist í leiknum í dag og lítið var um opin færi í leiknum.  Íslenska liðið varðist vel gegn enska liðinu sem fyrir leikinn hafði skorað ellefu mörk í tveimur leikjum en ekki fengið á sig mark.  Þrátt fyrir að enska liðið hefði verið meira með boltann átti íslenska liðið góðar sóknir í leiknum og nokkrar stórhættulegar skyndisóknir.  Allt kom fyrir ekki og þegar allt stefndi í markalaust jafntefli náði enska liðið að skora sigurmarkið eftir aukaspyrnu, fimm mínútum fyrir leikslok.

Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti í riðlinum en England, undir stjórn Mo Marley, sigraði alla sína leiki og tryggði þátttökuréttinn í úrslitakeppninni í Frakklandi sem fram fer í júlí.

Riðillinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög