Landslið
U19 landslið kvenna

Byrjunarliðið hjá U19 kvenna gegn Englandi

Síðasti leikur milliriðilsins hefst kl. 16:00 í dag

29.4.2008

Í dag leikur íslenska U19 landslið kvenna lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM 2008.  Milliriðillinn er leikinn í Belgíu og eru mótherjarnir í dag Englendingar sem hafa þegar tryggt sér efsta sætið í riðlinum.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem leikur gegn Englandi í dag.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Íris Dögg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Andrea Ýr Gústavsdóttir

Vinstri bakvörður: Lovísa Sólveig Erlingsdóttir

Miðverðir: Hlín Gunnlaugsdóttir, fyrirliði og Anna Björk Kristjánsdóttir

Tengiliðir: Elínborg Ingvarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir

Hægri kantur: Laufey Björnsdóttir

Vinstri kantur: Beglind Björg Þorvaldsdóttir

Framherji: Dagný Brynjarsdóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir er í leikbanni í þessum leik.

Íslenska liðið tapaði í fyrsta leiknum gegn Belgíu, 0-1 en gerði 2-2 jafntefli gegn Póllandi.

Riðillinn

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög