Landslið
U19 landslið kvenna

Jafntefli hjá U19 kvenna gegn Pólverjum

Leikið gegn Englandi í lokaleik riðilsins á þriðjudaginn

26.4.2008

Lið U19 kvenna lék annan leik sinn í dag í milliriðli fyrir EM 2008 en leikið er í Belgíu.  Gerðu stelpurnar 2-2 jafntefli gegn Póllandi eftir að hafa verið undir í hálfleik, 1-2.  Sara Björk Gunnarsdóttir fékk að líta rauða spjaldið á síðustu mínútu leiksins.

Íslendingar fengu óskabyrjun því að Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom liðinu yfir eftir aðeins fjórar mínútur.  Það stóð hinsvegar ekki lengi því að Pólverjar náðu að jafna átta mínútum síðar þegar að íslenska liðið skoraði sjálfsmark. 

Þrátt fyrir að íslenska liðið réði lögum og lofum á vellinum voru að pólsku stelpurnar sem komust yfir á 25. mínútu og þannig var staðan þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks.

Íslenska liðið hélt áfram að stjórna leiknum í seinni hálfleik og Sara Björk Gunnarsdóttir jafnaði leikinn með snotru marki á 60. mínútu.  Þrátt fyrir margar og góðar tilraunir tókst íslenska liðinu ekki að knýja fram sigur og m.a. var tvisvar bjargað á marklínu frá Söru Björk.  Það var svo á síðustu mínútu leiksins sem að Sara fékk að líta sitt annað gula spjald og varð því að fara af velli.  Hún verður því í leikbanni þegar íslenska liðið mætir sterku ensku liði á þriðjudaginn í lokaleik riðilsins.  Enska liðið vann það pólska í fyrstu umferðinni með sjö mörkum gegn engu.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög