Landslið
U19 landslið kvenna

Tap gegn Belgum hjá U19 kvenna

Leikið við Pólland á laugardaginn

24.4.2008

Landslið U19 kvenna tapaði í dag gegn Belgum í fyrsta leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008.  Eftir markalausan fyrri hálfleik, skoruðu Belgar eina mark leiksins á 65. mínútu.

Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik og fékk Berglind Björg Þorvaldsdóttir tvö góð marktækifæri sem ekki nýttust.  Í því síðara hafnaði boltinn í þverslánni þannig að ekki munaði miklu.  Belgar komust meira inn í leikinn í síðari hálfleiknum, án þess þó að skapa sér mörg marktækifæri.  Mark Belga kom svo með skalla eftir aukaspyrnu.  Þrátt fyrir ágætar tilraunir tókst íslenska liðinu ekki að jafna og heimastúlkur fögnuðu í leikslok.

Íslenska liðið leikur gegn Póllandi á laugardaginn en síðasti leikur liðsins er gegn Englandi.

Leikskýrsla


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög