Landslið
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland upp um þrjú sæti

Nýr styrkleikalisti FIFA birtur í dag

9.4.2008

Íslenska karlalandsliðið færist upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Íslenska karlalandsliðið er nú í 86. sæti listans.  Argentínumenn er sem fyrr í efsta sæti FIFA styrkleikalistans.

Makedónía, sem leikur með Íslandi í riðli í undankeppni fyrir HM 2010 færist einnig upp um þrjú sæti og er í 56. sæti.  Aðrir mótherjar Íslendinga í riðlinum færast niður um eitt sæti.  Holland er í 10. sæti, Skotar í 15. sæti og Norðmenn í 28. sæti.

Næstu mótherjar Íslendinga eru Walesverjar en þeir leika vináttulandsleik á Laugardalsvelli 28. maí næstkomandi.  Wales hefur hækkað um eitt sæti á listanum og er í 52. sæti.

FIFA listi karla

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög